Þráðlaus gasskynjun á Statfjord A

Þráðlaus gasskynjun á Statfjord AVerður stærsta þráðlausa gasskynjunarkerfi í Noregi.

Þegar rykið var sest eftir Macondo slysið árið 2010, kom á daginn að kveikjan að því hafði verið gassprenging í kjölfar gasleka frá brunninum.

Slysið hefur beint athygli fólks að gaslekum, vegna þess að því fyrr sem þeir uppgötvast, þeim mun meiri tími gefst til að koma í veg fyrir slys.

Þráðlaus skynjun

Meðal þeirra fyrirtækja sem segjast hafa lausnina er Origo Solutions. Nýju gasskynjararnir eru alnorskir og framleiddir og þróaðir af Gas Secure. Statoil og Conoco Philips hafa einnig komið að fjármögnun verkefnisins.

Í þrjú ár hefur fyrirtækið verið á faraldsfæti um allan Noreg, frá Hammerfest í norðri til Stavanger í suðri, og heimsótt rekstraraðila og birgja til þess að kynna hina þráðlausu lausn sína, sem getur skynjað gasleka á borpöllum.

Nú er loks búið að undirrita samning.

Statoil hefur pantað skynjunarkerfið fyrir Statfjord A og í ár og á næsta ári verða 73 skynjarar settir upp á borpallinum. Kerfið verður virkt frá og með júní á næsta ári.

Verulegur sparnaðurVerkefnið verður stærsta þráðlausa gasskynjunarkerfið sem tekið verður í fulla notkun á norska landgrunninu.

Fjárhagslegur ávinningur ætti einnig að verða umtalsverður.

– Í ljósi fjárhagsstöðunnar í bransanum, er nauðsynlegt að leita nýrra leiða. Það er jákvætt fyrir okkur. Þráðlaus gasskynjun gæti sparað 40-60% miðað við kostnaðinn við núverandi skynjara á olíuborpöllum, segir Ådne Baer-Olsen, framkvæmdastjóri skynjunarmála hjá Origo Solutions við Teknisk Ukeblad.

Allt þráðlaust

Ástæðan fyrir hinum mikla sparnaði er þráðleysið, því lagning leiðslna er flókið og tímafrekt verk.

Það er engin þörf fyrir stokka, tengikassa, krosstengingar og fleira og því tekur uppsetningin styttri tíma.

– Fjöldi fólks var efins þegar við kynntum þessa lausn, og hélt að hún væri óþörf í ljósi þess hve vel gengi í olíugeiranum. Á meðan Gas Secure afhenti stór kerfi á öðrum stöðum, drógust Norðmenn aftur úr. En þetta er að breytast og við erum að fá pantanir frá mörgum vinnslustöðvum á strandlengju Noregs, segir Baer-Olsen.

Stór áfangi

Nú hlakkar hann til framhaldsins.

– Þetta er stór áfangi fyrir okkur og gefur okkur ný færi á að ljúka verkefnum á næsta ári. Við höfum beðið eftir þessu mjög lengi og þetta gæti orðið bylting á markaðnum, telur hann.

Source: http://www.tujobs.com/news/319706-wireless-gas-detection-on-statfjord-a