Ástæður lækkandi olíuverðs

Ástæður lækkandi olíuverðsFramleiðsluþróun á leirsteinsolíu í Bandaríkjunum.

TU jobs fjallaði fyrir skemmstu um að Eagle Ford svæðið í Texas Bandaríkunum væri ein helsta ástæða lækkandi olíverðs síðan í sumar, en þar eru unnar miklar birgðir af leirsteinsolíu.

Eagle Ford er eitt af fimmtán vinnslusvæðum leirsteinsolíu sem hefur komið heimsbyggðinni á óvart með gríðarlegri framleiðsluaukningu frá 2011.

shaleoil

 

Aukningin hefur valdið offramboði og þannig stuðlað að verðlækkun.

Torbjørn Kjus, sérfræðingur í olíumálum, sagði í viðtali við Teknisk Ukeblad að leirsteinsolíuframleiðslan í Bandaríkjunum væru merkustu tíðindi í sögu olíunnar.
Framleiða þrisvar sinnum meira en Norðmenn

Kjus hefur líklega rétt fyrir sér: Bandaríkjamenn framleiða nú þrisvar sinnum meira af leirsteinsolíu heldur en sem nemur allri olíuframleiðslu Norðmanna til samans.

Í október framleiddu Norðmenn 1,5 milljónir tunna af olíu daglega, en leirsteinsolíuframleiðslan var á sama tíma rétt tæpar 4,5 milljónir tunna.

Eingöngu olía

Þetta leiða tölur frá Energy Information Administration (EIA) stofnuninni í ljós. Stofnunin heyrir undir orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna og gefur út opinberar skýrslur um framleiðslu á olíu, gasi, kolum jafnt sem endurnýjanlegri orku, rafmagni og kjarnorku.

Tölurnar sem vitnað er í hér koma frá EIA og sýna vöxt í framleiðslu leirsteinsolíu á ýmsum svæðum í Bandaríkjunum.

Yfirlitið sýnir eingöngu þróun olíuvinnslu en ekki gasvinnslu. Hún var borin saman við framleiðslu Norðmanna síðan 2005.

Rétt er að árétta að grafið sýnir eingöngu framleiðsluþróun leirsteinsolíu í Bandaríkjunum, en ekki alla olíuframleiðslu þeirra. Þannig fæst skýrari mynd af þeirri byltingu sem orðið hefur í framleiðslu leirsteinsolíu.

Framleiðslan mun aukast
En þetta er ekki allt, því engin teikn eru á lofti um samdrátt í framleiðslu Bandaríkjamanna, eins og ýmis greiningafyrirtæki og orkufyrirtæki benda á.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir Norðmenn, þar sem norsk olíufyrirtæki og þjónustugeirinn standa í niðurskurði á öllum sviðum.

Citigroup fjárfestingabankinn spáir t.d. að olíuframleiðsla Bandaríkjamanna muni aukast um milljón tunnur á dag á árinu 2015, frá þeim níu milljónum tunna sem framleiddar eru í dag.

Ein helsta ástæðan fyrir þessu er að olíuverðið sem framleiðendur þurfa til þess að koma út á sléttu í leirsteinsolíuvinnslunni, er á stöðugri niðurleið.

1200035810

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stórt vinnslusvæði
Á Eagle Ford, er núllpunktur verðs til að koma út á sléttu 50 dollarar.

Greiningafyrirtækið Wood Mackenzie telur að bara í Eagle Ford verði framleidd jafngildi 2,8 milljóna tunna af olíu á hverjum degi árið 2015. Til samanburðar var svo til engin framleiðsla, hvorki á olíu né gasi, á svæðinu árið 2008.

Ný tækni þrýstir niður verði
Ástæðan fyrir hinni miklu framleiðsluaukningu er sú að fyrir nokkrum árum var talið að leirsteinsolíuframleiðsla gæti ekki verið ábatasöm vegna dýrra og óskilvirkra framleiðsluaðferða.

En samhliða mikili tækniþróun undanfarin ár hefur tekist að draga stórlega úr kostnaði við slíka vinnslu.

Oppenheimer greiningafyrirtækið hefur t.d. bent á að sum fyrirtæki geti borað brunn á tveimur vikum í stað þriggja mánaða, sem leiðir til stórfelldrar lækkunar á kostnaði við borun m.v. það sem áður var.

Í dag er einnig mögulegt að bora fleiri brunna með sama bor, en slíkt var harla óvenjulegt fyrir fimm til sex árum.

Wood Mackenzie greiningafyrirtækið áætlar að verja jafngildi 133,2 milljarða Bandaríkjadala í vinnslu á eftirfarandi svæðum árið 2015:

  • Eagle Ford: 30,8 milljarðar USD
  • Bakken: 16,7 milljaraðr USD
  • Wolfcamp/Cline: 16,3 milljarðar USD
  • Marcellus: 11,7 milljarðar USD
  • Scoop Woodford: 6,1 milljarður USD
  • Niobrara: 6,1 milljarður USD
  • Utica: 5,4 milljarðar USD
  • Bone Spring: 5,3 milljarðar USD
  • Haynesville: 2,2 milljarðar USD
  • Önnur verkefni í landi: 38,7 milljarðar USD